Ráðstefna um golf og ferðaþjónustu
Föstudaginn 6. desember nk. verður haldinn ráðstefna í Golfskálanum í Grafarholti um golf og ferðaþjónustu. Ráðstefnan er haldin í tilefni 60 ára afmælis Golfsambands Íslands og er samstarfsverkefni GSÍ, Ferðamálasamtaka Íslands og Ferðamálaráðs.
Meðal frummælenda er Ciaran Tuite, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Írska ferðamálaráðsins, sem fjalla mun um hvers vegna Írar völdu að markaðssetja golf. Einnig verður tekið á íþróttatengdri ferðaþjónustu almennt og ýmsu öðru í sambandi við tengsl golfs og ferðaþjónustu. Þátttaka á ráðstefnunni er án endurgjalds en hægt er að skrá sig í netfanginu gsi@isisport.is. Ráðstefnustjóri er Pétur Rafnsson, formaður Ferðamálasamtaka Íslands.
Staðsetning: Golfskálinn í Grafarholti
Tímasetning: 6. desember frá kl.14:00-17:00.
Dagskrá
14:00 Setning
Júlíus Rafnsson, forseti Golfsambands Íslands
14:10 Ávarp
Sturla Böðvarsson, ráðherra ferðamála
14:30 Hvers vegna völdu Írar að markaðssetja golf?
Ciaran Tuite, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Írska ferðamálaráðsins
15:00 Geta og vilja golfklúbbarnir tekið við erlendum ferðamönnum
Hörður Þorsteinsson framkvæmdastjóri GSÍ
15:20 Kaffihlé
15:40 Íþróttatengd ferðaþjónusta, er golf á lista ferðaskipuleggjenda?
Garðar Vilhjálmsson framkvæmdastjóri Íslenskra ævintýraferða
16:00 Markaðssetning á Íslandi erlendis, er golfíþróttin jákvæð viðbót?
Magnús Stephensen markaðsstjóri Icelandair í USA og Kanada
16:20 Pallborð og fyrirspurnir
16:50 Samantekt
Magnús Oddsson ferðamálastjóri