Fara í efni

Rannsókn á skattalegu umhverfi í ferðaþjónustu

©arctic-images.com
©arctic-images.com

Rannsóknastofnun atvinnulífsins - Bifröst stendur nú að rannsókn á skattalegu umhverfi í ferðaþjónustu með áherslu á umfang skattsvika og leiðir til úrbóta. Rannsóknin er styrkt af Samtökum Atvinnulífsins, Samtökum ferðaþjónustunnar, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu ásamt fjármálaráðuneyti.

Fyrirtæki hvött til að svara

Mikilvægur hluti verkefnisins er könnun sem send er á aðila sem með beinum eða óbeinum hætti starfa við ferðaþjónustu. Vert er að hvetja fyrirtæki til að bregðast vel vil og svara könnuninni en Samtök ferðaþjónustunnar hafa m.a. sent hvatningu til félagsmanna sinna þar að lútandi. Könnunin er að sjálfsögðu nafnlaus og verða allar upplýsingar meðhöndlaðar á þann máta að einstaka aðilar verða ekki greinanlegir.

Um Rannsóknastofnun atvinnulífsins - Bifröst

Rannsóknastofnun atvinnulífsins - Bifröst hóf starfsemi í lok september í fyrra en að henni standa Samtök atvinnulífsins og Háskólinn á Bifröst. Á vegum hennar verður unnið að margvíslegum rannsóknaverkefnum í þágu atvinnulífsins.