Reiselivsmessen í Osló 2012
Íslandsstofa kannar nú áhuga fyrirtækja á þátttöku í ferðasýningunni Reiselivsmessen sem haldin verður dagana 13.-15. janúar 2012 í Osló.
Um er að ræða nýja sýningu með áherslu á neytendur (B2C), en fyrri hluti föstudagsins 13. janúar er ætlaður fagfólki (B2B). Sýningin fer fram í Telenor Fornebu höllinni í Osló.
Á sýningunni gefst fyrirtækjum í ferðaþjónustu tækifæri til að kynna sig, koma á viðskiptasamböndum og hitta neytendur. Sýningin hentar jafnframt fyrirtækjum sem stunda eða hafa áhuga á að hefja útflutning á vörum til Noregs.
Nánari upplýsingar um Reiselivsmessen er að finna á vef sýningarinnar
Áhugasamir eru hvattir til hafa samband í síma 511 4000 eða á netfangið sunna@islandsstofa.is fyrir föstudaginn 30. september.
Nánari upplýsingar veitir Sunna Þórðardóttir hjá Íslandsstofu, sunna@islandsstofa.is