Fara í efni

Rúmlega 100 þúsund fleiri ferðamenn í fyrra

manudir 11-12
manudir 11-12

Fjöldi ferðamanna um Keflavíkurflugvöll og Seyðisfjörð voru tæplega 660 þúsund árið 2012 en um er að ræða 106 þúsund fleiri ferðamenn en árið 2011. Aukningin milli ára er því 19,2%.

Nær til um 98% ferðamanna
Niðurstöður liggja ekki fyrir frá öllum öðrum flugvöllum með millilandaflug, þ.e. fyrir Reykjavík, Egilsstaði og Akureyri. Miðað við að umferð um þá hafi verið svipuð og árið 2011 má áætla að þær tölur sem nú liggja fyrir, þ.e. ferðamenn um Keflavíkurflugvöll og skipafarþegar um Seyðisfjörð, taki til um 98% erlendra ferðamanna sem hingað komu í fyrra.

      Breyting milli ára
  2011 2012 Fjöldi %
Keflavík 540.824 646.921 106.097 19,6
Seyðisfjörður 12.505 12.780 275 2,2
Samtals 553.329 659.701 106.372 19,2

Farþegar með skemmtiferðaskipum
Þar fyrir utan eru farþegar með skemmtiferðaskipum en 92 þúsund farþegar komu til Reykjavíkur með 81 skipi árið 2012, 46,7% fleiri en á árinu 2011 þegar þeir voru tæplega 63 þúsund talsins. Um 95% skemmtiferðaskipa til landsins hafa viðkomu í Reykjavík.

Farþegar um Keflavíkurflugvöll
Fjöldamet voru slegin í öllum mánuðum ársins á Keflavíkurflugvelli, þar sem talningar á vegum Ferðamálastofu hafa verið frá árinu 2002. Aukning milli ára fór yfir 20% sex mánuði ársins en hlutfallslega var hún mest milli ára í september (25,4%), mars (26,5%), desember (33,7%) og nóvember (60,9%). Ýmsar ástæður hafa verið nefndar fyrir þessari aukningu. Ljóst er að mikil umfjöllun hefur verið um landið á erlendum vettvangi, bæði í kjölfar öflugs markaðsstarfs og fleiri þátta, gengisþróun hefur verið erlendum ferðamönnum hagstæð og framboð á flugsætum hefur aldrei verið meira en á árinu 2012. Allt virðist þetta hafa skilað sér á jákvæðan hátt fyrir íslenska ferðaþjónustu.

Talningar Ferðamálastofu ná til allra brottfara um Leifsstöð, þ.m.t. erlendra ríkisborgara búsettra hérlendis.

 

Vor (apríl-maí)
Þrettán prósent erlendra ferðamanna eða tæplega 83 þúsund talsins komu að vori til árið 2012, eða um 19% fleiri en árið 2011. Veruleg aukning var frá öllum markaðssvæðum nema Norðurlöndunum. Þannig var 37,8% aukning frá N-Ameríku, 26,7% frá Bretlandi, 16,1% frá Mið-/S-Evrópu og 22,5% frá öðrum markaðssvæðum.  

Af einstaka þjóðernum voru flestir ferðamenn að vori til frá Bretlandi (15,4%), Bandaríkjunum (14,4%), Noregi (10,5%), Þýskalandi (8,0%), Svíþjóð (7,4%), Danmörku (7,0%) og Frakklandi (5,5%) en samanlagt voru þessar sjö þjóðir 68,2% gesta að vori til.

  

 

Sumar (júní-ágúst)
Tæplega 47% ferðamanna komu yfir sumarmánuðina þrjá eða um 302 þúsund. Um var að ræða 36 þúsund fleiri ferðamenn en árið 2011 og nemur aukningin 13,8% milli ára.
Mið- og S-Evrópubúar og önnur markaðssvæði báru að miklu leyti uppi aukningu sumarsins en 12 þúsund fleiri ferðamenn komu frá Mið- og S-Evrópu sumarið 2012  en í fyrra og 10.500 fleiri ferðamenn frá öðrum markaðssvæðum. Annars var hlutfallsleg aukning einstakra markaðssvæða milli ára eftirfarandi; 20,4% aukning frá Bretlandi, 13,4% frá N-Ameríku, 12,8% frá Mið- og S-Evrópu, 7% frá Norðurlöndunum og 20,8% frá öðrum markaðssvæðum. 

Af einstaka þjóðum voru flestir sumargesta árið 2012 frá Bandaríkjunum (14,9%), Þýskalandi (13,8%), Frakklandi (8,3%), Bretlandi (7,3%), Noregi (6,1%), Danmörku (6,1%) og Svíþjóð (5,0%) en samanlagt voru þessar sjö þjóðir 61,5% ferðamanna sumarið 2012.

Haust (september-október)
Sautján prósent erlendra ferðamanna árið 2012 komu að hausti til eða um 110 þúsund talsins, 19.200 fleiri ferðamenn en haustið 2011. Aukningin nemur 21,3% milli ára. Hlutfallslega fjölgaði Bretum mest eða um 32,6%, ferðamenn frá öðrum markaðssvæðum fylgdu þar á eftir með 29,9% aukninug, síðan komu Norðurlandabúar (21,1%), Mið- og S-Erópubúar (19,9%) og að lokum N-Ameríkanar (8,2%).
 
Af einstaka þjóðernum voru flestir frá Bretlandi (14,4%), Bandaríkjunum (14,3%) og Noregi (11,4%). Þar á eftir komu ferðamenn frá  Þýskalandi (8,3%), Danmörku (6,9%), Svíþjóð (6,2%) og Frakklandi en samanlagt voru þessar sjö þjóðir 65,9% ferðamanna að hausti til.

  

Vetur (jan-mars/nóv-des)
Tæplega 153 þúsund erlendir ferðamenn komu að vetrarlagi árið 2012 sem er tæplega fjórðungur á ársgrunni. Um er að ræða 37 þúsund fleiri ferðamenn að vetri til en árið 2011 sem gerir um 32% aukningu milli ára. Af einstaka markaðssvæðum var aukningin mest frá Bretlandi eða um 61,3%. Aukning frá N-Ameríku mældist 34,4%, frá Norðurlöndunum 14,6%, frá Mið- og S-Evrópu 11,8%,  og frá þjóðum sem flokkast undir annað 32%. 

Af einstaka þjóðum voru flestir vetrargestir frá Bretlandi (28,7%) og Bandaríkjunum (14,6%). Ferðamenn frá Noregi (7,8%), Danmörku (6,0%), Þýskalandi (5,0%), Svíþjóð (4,9%) og Frakklandi (4,6%) fylgdu þar á eftir en samanlagt voru framangreindar sjö þjóðir 71,6% ferðamanna að vetrarlagi.

Hér að neðan má sjá skiptingu eftir löndum og mörkuðum, annars vegar í desember og hins vegar fyrir allt árið. Nánari upplýsingar veitir Oddný Þóra Óladóttir rannsóknastjóri oddny@ferdamalastofa.is

Desember eftir þjóðernum       Janúar - desember eftir þjóðernum  
      Breyting milli ára         Breyting milli ára
  2011 2012 Fjöldi (%)     2011 2012 Fjöldi (%)
Bandaríkin 2.732 3.612 880 32,2   Bandaríkin 77.561 95.026 17.465 22,5
Bretland 4.834 7.045 2.211 45,7   Bretland 67.608 94.599 26.991 39,9
Danmörk 1.316 1.349 33 2,5   Danmörk 40.705 40.906 201 0,5
Finnland 468 637 169 36,1   Finnland 12.031 13.684 1.653 13,7
Frakkland 822 1.093 271 33,0   Frakkland 35.957 41.570 5.613 15,6
Holland 537 546 9 1,7   Holland 19.997 21.305 1.308 6,5
&