SAF heldur dag menntunar í ferðaþjónustu
18.01.2011
Dagur menntunar
Dagur menntunar í ferðaþjónustu verður haldinn á Hilton Reykjavík Nordica að morgni dags þann 18. febrúar næstkomandi. Þetta er í fjórða sinn sem Samtök ferðaþjónustunnar standa að ráðstefnu þessari.
Starfsmenntasjóðirnir Starfsafl, Landsmennt og VR (SVS) hafa styrkt ráðstefnuna á undanförnum árum og hefur hún mælst afar vel fyrir. Að þessu sinni kemur aðalfyrirlesari frá Austurríki sem mun m.a. fjalla um árangursríkar aðferðir í starfsþjálfun í fyrirtækjum og mikilvægi starfsmenntunar í ferðaþjónustu. Þá verður starfsmenntaviðurkenning SAF afhent í lok ráðstefnunnar.
Takið morguninn frá þ. 18. febrúar.
Dagskrá: Dagur menntunar í ferðaþjónustu 2011 (Word)
Mynd: Frá Degi menntunar í ferðaþjónustu 2010.