Samningur um við Landsbjörgu um aukið öryggi ferðamanna
11.02.2013
Samningar handsalaðir.
Á dögunum var gengið frá samningi ríkisins við Slysavarnarfélagið Landsbjörgu. Samningnum er ætlað að gera félaginu kleift að stórauka kynningu á vefnum Safe Travel, auk annarrar eflingar á vetrarferðaþjónustu björgunarsveitanna.
Í samningnum er kveðið á um að ríkið leggi fram tíu milljónir á móti vinnuframlagi Landsbjargar næstu tvö árin. Slysavarnarfélagið Landsbjörg gegnir sem kunnugt er lykilhlutverki þegar kemur að því að tryggja öryggi ferðamanna enda eru sveitir félagsins alltaf til taks þegar á reynir.