Scuba Iceland í hóp fyrirtækja í Vakanum
Á meðfylgjandi mynd eru, frá vinstri: Finnbjörn Aðalheiðarson og Byron frá Scuba Iceland og Snorri Valsson frá Vakanum.
Ferða- og köfunarþjónustufyrirtækið Scuba Iceland hlaut í dag gæðaviðurkenningu Vakans. Scuba Iceland var stofnað árið 2008 og hefur aðallega lagt áherslu á ferðaþjónustu fyrir erlenda ferðamenn í köfun og yfirborðsköfun, í Silfru á Þingvöllum.
Finnbjörn Aðalheiðarson eigandi og framkvæmdastjóri segir að „markmið starfsmanna fyrirtækisins sé að veita viðskiptavinum faglega þjónustu og fyrsta flokks upplifun með því að fara ávallt fram úr væntingum viðskiptavina. Við gerum það með því að tryggja hámarksöryggi, nota fyrsta flokks búnað og veita framúrskarandi þjónustu, bæði við ferðamenn og við kennslu í köfun. Viðurkenning Vakans er starfsmönnum og eigendum Scuba Iceland mjög mikilvæg þar sem hún staðfestir þau gæðavinnubrögð sem viðhöfð eru hjá fyrirtækinu og er hvatning til að halda áfram á þeirri braut“.
Við óskum Scuba Iceland innilega til hamingju með áfangann og bjóðum þau velkomin í vaxandi hóp þátttakanda í Vakanum.