Sérfræðingur hjá Ferðamálastofu - Laust starf
Ferðamálastofa óskar eftir að ráða sérfræðing í 100% starf. Starfið heyrir undir stjórnsýslu- og umhverfissvið, en starfstöð getur verið í Reykjavík eða á Akureyri. Laun eru samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna.
Starfssvið m.a.:
- Vinnur með umhverfisstjóra að mati á umsóknum og sinnir ásamt honum umsýslu Ferðamálastofu vegna Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða.
- Umsagnir um þingmál, skipulagsmál og önnur erindi er varða starfssvið umhverfisstjóra.
Menntunar- og hæfniskröfur:
Gerð er krafa um háskólamenntun á sviði ferðamálafræði, eða aðra menntun sem nýtist í starfi.
Æskilegt er að umsækjendur búi yfir:
- Reynslu af framkvæmdum á sviði ferðaþjónustu eða útivistar
- Reynslu af styrkúthlutunum og eftirfylgni við styrkúthlutanir
- Reynslu af opinberri stjórnsýslu og vinnu við skjalakerfi
Leitað er að einstaklingi, karli eða konu, sem hefur til að bera frumkvæði, sjálfstæði, hæfni í mannlegum samskiptum, nákvæmni í vinnubrögðum og forystu- og skipulagshæfileika.
Gott vald á íslensku máli í ræðu og riti og hæfni í framsetningu upplýsinga er skilyrði. Góð kunnátta í ensku og a.m.k. einu norðurlandamáli er æskileg, sem og góð tölvuþekking, bæði til öflunar og úrvinnslu upplýsinga.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um starfið veitir Helena Þ. Karlsdóttir, forstöðumaður stjórnsýslu- og umhverfissviðs (helena@ferdamalastofa.is), en upplýsingar um starfsemi Ferðamálastofu er að finna hér á vefnum.
Umsóknarfrestur og skil á umsóknum
Umsóknarfrestur er til 23. nóvember og er óskað eftir því að viðkomandi einstaklingur geti hafið störf í janúar. Umsóknir með upplýsingum um menntun og starfsferil skulu berast með tölvupósti á upplysingar@ferdamalastofa.is eða á skrifstofu Ferðamálastofu, Geirsgötu 9, 101 Reykjavík og vera merktar Sérfræðingur. Ekki er um sérstök umsóknareyðublöð að ræða, en öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um starfið hefur verið tekin.