Sjö íslensk fyrirtæki tilnefnd til Scandinavian Travel Award
Tilnefningar bárust um sjö íslensk fyrirtæki til Scandinavian Travel Award ferðaverðlaunanna sem afhent verða á ITB-ferðasýningunni í Berlín í mars næstkomandi.
Auglýst var eftir tilnefningum í janúar síðastliðnum og geta fyrirtæki stungið upp á bæði sjálfum sér og öðrum. Gjaldgeng í valinu eru fyrirtæki á Norðurlöndunum en í dómnefnd sitja m.a. forstöðumenn norrænu ferðamálaráðanna í Þýskalandi, blaðamenn, markaðsfólk o.fl.
Í flokknum ?nýsköpun? (Innovation) bárust tilnefningar um fimm íslensk fyrirtæki:
- Borea Adventures
- Fosshotel
- Ísafold Travel
- Island Pro Travel
- Viator
Í flokknum ?árangur? (success) eru tvö íslensk fyrirtæki tilnefnd:
- Iceland Excursions-Grayline
- Viator
Tilkynnt verður um hverjir hljóta verðlaunin að kvöldi 5. mars í sérstöku hófi í samkomusal norrænu sendiráðanna í Berlin en þann dag hefst ITB ferðakaupstefnan.
Mynd: Frá ITB í fyrra.