Fara í efni

Skoðunarferð á Ferðamálaráðstefnunni

Höfuðborgin
Höfuðborgin

Í tengslum við Ferðamálaráðstefnuna 2005 bjóða Ferðamálasamtök höfuðborgarsvæðisins ráðstefnugestum upp á skoðunarferð að morgni föstudagsins 28. október. Þar verða kynntar helstu nýjungar í ferðaþjónustu svæðisins.

Ferðin hefst kl. 10 við Radisson SAS Hótel Sögu og lýkur um kl. 12:30 eftir að léttur hádegisverður hefur verið snæddur í upplýsingamiðstöð ferðamanna í Reykjavík. Hægt er að tilkynna þátttöku í skoðunarferðina um leið og fólk skráir sig á ráðstefnuna eða á móttökuborði á ráðstefnunni sjálfri á fimmtudeginum.

Dagskrá skoðunarferðar PDF-skjal