Fara í efni

Skráning á námskeið fyrir starfsfólk í upplýsingagjöf

Opnað hefur verið fyrir skráningu á námskeið fyrir starfsfólk upplýsingamiðstöðva og aðra þá sem starfa við upplýsingagjöf til ferðamanna. Það verður haldið í Endurmenntun Háskóla Íslands (Náman) 2. júní frá 13:00 – 17:00 og sent út á Netinu. Við viljum ítreka að námskeiðið er einnig opið starfsmönnum gististaða, bensínstöðva, sundlauga o.s.frv.

Ferðamálastofa greiðir ferðakostnað starfsfólks opinberra upplýsingamiðstöðva á næsta fundarstað en boðið er upp á fjarfundi um allt land fyrir þá sem þess óska.

Dagskrá (gæti tekið smávægilegum breytingum):

12:45 Skráning og afhending gagna
13:00 Mikilvægi vandaðrar upplýsingaveitu
– Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir verkefnastjóri hjá Ferðamálastofu.
13:15 Gagnagrunnur Ferðamálastofu og birting hans
– Halldór Arinbjarnarson upplýsingastjóri Ferðamálastofu.
13:35 Upplýsingasíður landshlutanna
– Dagný Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Suðurlands.
13:55 Vakinn, gæða og umhverfiskerfi íslenskrar ferðaþjónustu
– Erla Sigurðardóttir sérfræðingur hjá Ferðamálastofu
14:15 Kaffi/Te
14:30 Húmor og gleði í vinnunni
– Edda Björgvinsdóttir leikkona.
15:30 Notkun korta í upplýsingagjöf
– Þórdís Guðrún Arthúrsdóttir ráðgjafi.
15:50 Aukin upplýsingagjöf til ferðamanna
- Jónas Guðmundsson verkefnisstjóri slysavarna ferðamanna hjá Landsbjörgu.
16:50 Námskeiðslok

Skráningareyðublað

Skráningu lýkur 27. maí og verða fundarstaðir auglýstir stuttu eftir það.

Fólk er hvatt til að kynna sér fræðsluritið Upplýsingamiðstöðvar – leiðbeiningar fyrir starfsfólk

Allar frekari upplýsingar varðandi efni námskeiðsins og málefni upplýsingamiðstöðva má nálgast hjá Hrafnhildi Ýr Víglundsdóttur hrafnhildur@ferdamalastofa.is.