Skráning á "workshop" í London
08.02.2011
Íslandsstofa logo
Fyrir réttu ári héldu Ísland, Eistland og Finnland sameiginlega vinnusmiðju (workshop) í London. Viðburðurinn tókst afar vel og því verður leikurinn endurtekinn en það er Íslandsstofa sem sér um skipulagningu fyrir Íslands hönd.
Þarna munu ferðaþjónustuaðila eiga kost á að hitta marga af lykilaðilum í hópi ferðaheildsala á breska markaðinum. Dagsetningin er 29. mars en skráningarfrestur er 25. febrúar. Aðilar eru hvattir til að bregðast skjótt við þar sem þátttakendafjöldi fyrir hvert land er takmarkaður. Nánari upplýsingar og skráningarblað er hér fyrir neðan.
- Nánari upplýsingar (PDF)
- Skráningarblað (PDF)