Skýrsla um stjórnunarhætti í íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum
Út er komin skýrsla frá Ferðamálasetri Íslands um stjórnunarhætti í íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum. Skýrslan er byggð er á könnun sem gerð var á vordögum 2005 meðal fyrirtækja í Samtökum ferðaþjónustunnar (SAF).
Könnunin var samstarfsverkefni Viðskipta- og raunvísindadeildar Háskólans á Akureyri (HA), Ferðamálaseturs Íslands og SAF. Hún var gerð af Rannsóknar og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri (RHA) í samstarfi við þrjá starfsmenn Viðskiptadeildar HA. Í skýrslunni eru niðurstöður könnunarinnar bornar saman við niðurstöður sambærilegrar könnunar sem gerð var árið 2004 meðal íslenskra fyrirtækja almennt. Þar sem við á eru niðurstöður einnig bornar saman við niðurstöður þarfagreiningar fyrir fræðslu og menntun í ferðaþjónustu, sem gerð var 2005.
Opna skýrsluna (PDF)