Söguslóðir 2012 - Sagan sem tekjulind
Málþing Samtaka um söguferðaþjónustu (SSF) verður haldið í Þjóðmenningarhúsinu, 4. maí kl. 14-17. Yfirskrift þess er "Sagan sem tekjulind". Fjallað verður tækifæri til eflingar menningar- og söguferðaþjónustu á Íslandi og m.a. litið til reynslu Ferðamálaráðs Írlands í þeim efnum. Fjallað verður um þróun söguslóðaferða á Íslandi, eflingu lifandi miðlunar á söguslóðum og nýjunga á sviði söguferðaþjónustu.
DAGSKRÁ
14.00 Ávarp: Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri.
14.10 Sagan sem tekjulind. Rögnvaldur Guðmundsson, formaður SSF.
14. 20 Söguslóðakynning í Víkingaheimum.
Valgerður Guðmundsdóttir, framkv.stjóri menningarsviðs Reykjanesbæjar.
14.30 Heritage & Culture - Tourism’s Sleeping Giant?.
Aidan Pender, þróunarstjóri hjá Ferðamálaráði Írlands.
Nánari upplýsingar um Aidan Pender (PDF)
15.20 Kaffi og með því
15.50 Hvers vegna skipulagðar söguslóðaferðir?
Kristján Baldursson, ferðaskrifstofunni TREX (Hópferðamiðstöðin).
AÐ FANGA ATHYGLI FERÐAMANNA
16.00 Þórdís spákona les í lófa.
Dagný Marín Sigmarsdóttir, Spákonuhofinu á Skagaströnd.
16.20 Litla fröken Reykjavík - með augum kattarins.
Birna Þórðardóttir, Menningarfylgd Birnu.
16.35 Fjörukráin í 22 ár. Jóhannes Viðar Bjarnason, Fjörukránni Hafnarfirði.
16.50 Samantekt. Skúli Björn Gunnarsson, Skriðuklaustri.
Fundarstjóri: Bergur Þorgeirsson, Snorrastofu.
Málþingsgjald: 3.000 kr. Gjald fyrir nemendur og félaga í SSF: 1.500 kr
Skráning: Ásborg Arnþórsdóttir, ritari SSF asborg@ismennt.is
www.soguslodir.is