Fara í efni

Spennandi málþing um skipulag og hönnun ferðamannastaða

© arctic-images.com
© arctic-images.com

Félag íslenskra landslagsarkitekta stendur fyrir málþingi um hönnun og skipulag ferðamannastaða og leiða föstudaginn 7. júní kl. 12-17 í Norræna húsinu. Ferðamálastofa er meðal aðila sem styðja málþingið.

Málþingið er opið öllum áhugasömum. Á málþinginu munu innlendir og erlendir fyrirlesarar fjalla um áhugaverð innlend og erlend hönnunarverkefni, m.a. áfangastaði í bandarískum þjóðgörðum, forna þingstaði á norðurlöndum, ferðamannaleiðir og ýmsa áfangastaði innanlands sem utan.

Ráðstefnugjald er kr. 6.500.-

Dagskrá:

12:00 Skráning 

12:30 Setning  - Hermann Georg Gunnlaugsson, landslagsarkitekt og formaður stjórnar Félags íslenskra landslagsarkitekta FÍLA

12:45 Ávarp  - Ragnheiður E. Árnadóttir, ráðherra ferðamála

13:00 Lykilerindi
U.S. National Park Design Tradition and the Mission 66 Program’s Success and Failures Ethan Carr, Ph.D., landslagsarkitekt FASLA og prófessor í landslagsarkitektúr við University of Massachusetts

13:30 Place Matters Anne Marie Lund, landslagsarkitekt og ritstjóri tímaritsins Landskab

13:50 A Path for the Eye
Rainer Stange, landslagsarkitekt hjá Dronninga Landskab og prófessor við Institutt for Urbanisme og landskab, Arkitektur- og designhøgskolen í Noregi

14:10 Kaffihlé

14:30 Scenic Roads in Norway Gyda Grendstad, landslagsarkitekt og deildarstjóri hjá Norsku Vegagerðinni

14:50 Connections through the Water Landscape Arto Kaituri, landslagsarkitekt, deildarforseti í landslagsarkitektúr við háskólann í Tampere og formaður stjórnar félags landslagsarkitekta í Finnlandi

15:10 Storytelling and Identity through Recreational Planning Emily Wade, landslagsarkitekt hjá Landskapslaget AB í Svíþjóð

15:30 Tourist Destinations in Iceland - Challenges and Development Sveinn Rúnar Traustason, landslagsarkitekt og umhverfisstjóri hjá Ferðamálastofu

15:50 Kaffihlé

16:10 Interpreting Spaces: Stöng in Þjórsárdalur Karl Kvaran, arkitekt hjá Interpreting Spaces (IS) í Frakklandi

16:20 Townscape and Tourism Sigrún Birgisdóttir, arkitekt og deildarforseti Hönnunar og arkitektúrdeildar Listaháskóla Íslands og Kristín Þorleifsdóttir, Ph.D., landslagsarkitekt hjá Vist & Vera ehf.

16:30 Scenic Highways in Iceland Ragnar Frank Kristjánsson, landslagsarkitekt og lektor í umhverfisskipulagi við Landbúnaðarháskóla Íslands

16:40 Umræður Málstofustjóri

17:00 Summary and closing Hermann Georg Gunnlaugsson, landslagsarkitekt og formaður stjórnar FÍLA

Málstofustjóri er Kristín Þorleifsdóttir, Ph.D., landslagsarkitekt FÍLA

Sent út á netinu

Þeir sem eiga lengra að sækja geta fylgst með málþinginu í beinni útsendingu á Netinu. Leiðbeiningar til að tengjast eru hér að neðan.

Uppsetning á nýjustu útgáfu Java:
Til að byrja með er nauðsynlegt að tryggja að tölvan sé með nýjustu útgáfu af Java forritinu (er á öllum tölvum en ekki víst að þið séuð með það nýjasta). Þannig að best er að byrja á að fara inn á www.java.com, hlaða þar niður nýjustu útgáfu (áberandi hnappur á miðjum skjánum) og setja upp. Þetta getur tekið nokkrar mínútur.

Tengjast fundinum:
Til að tengjast fundinum er farið inn á þessa vefslóð sem verður virk skömmu áður en málþingið hefst:
https://fundur.thekking.is/startcenter/Join.xhtml?sinr=585246615&sipw=nv64
Athugið að samþykkja þau skilaboð sem upp koma en í flestum tilfellum kemur tvívegis upp gluggi þar sem smellt er á „run“. Eftir það á fundur að hefjast.

 

Málþing - auglýsing