Stikum af stað - Ráðstefna um ferðagönguleiðir
Ferðamálstofa, Ferðafélag Íslands og Útivist standa fyrir ráðstefnu um ferðagönguleiðir 5. mars 2015. Ráðstefnan verður haldin í sal Ferðafélags Íslands Mörkinni 6, frá kl. 13-17 fimmtudaginn 5 mars.
Á ráðstefnunni verður fjallað um framtíðarskipulag og -þróun lengri gönguleiða og er endanleg dagskrá í vinnslu.
Meðal framsögumanna verða Lukas Stadtherr frá Swiss Mobility (sjá mynd) en sú stofnun hefur það hlutverk að þróa landsnet ferðaleiða í Sviss. Verkefnið hófst 1993 og nú er í Sviss vel þróað net göngu-, hjóla-, línuskauta- og kanóleiða.
Gísli Rafn Guðmundsson mun kynna verkefnið Þjóðstígar á Íslandi. Í því riti sem kom út haustið 2014 eru lögð drög að þróun gönguleiðakerfis fyrir Ísland. Því næst verður fjöldi styttri fyrirlestra um uppbyggingu og framtíðarsýn fyrir langar gönguleiðir og tengda áfangastaði á dagskrá.
Ekkert þátttökugjald er en nauðsynlegt er að skrá þátttöku hér