Styttist í lok skráningarfrests vegna Vestnorden 2012
Hin árlega Vestnorden ferðakaupstefna verður haldin í Hörpu dagna 2.-3. október í haust og allt stefnir í að hún verði sú glæsilegasta frá upphafi.
Takmarkaður fjöldi þátttakenda
Skráningarfrestur rennur út 15. júní en þar sem fjöldi þátttakenda er takmarkaður er ferðaþjónustuaðilum bent á að skrá sig hið allra fyrsta.
Kaupendur víða að
Vestnorden ferðakaupstefnan er haldin af Ferðamálasamtökum Norður-Atlantshafsins (NATA), sem er samstarfsvettvangur Íslands, Færeyja og Grænlands á sviði ferðamála. Vestnorden haldin til skiptis af löndunum þremur, þar af annað hvert ár á Íslandi. Á Vestnorden koma saman ferðaþjónustuaðilar á Íslandi, Grænlandi og Færeyjum og kaupendur ferðaþjónustu, eða ferðaheildsalar, víðs vegar að úr heiminum. Þá koma einnig til kaupstefnunnar blaðamenn og boðsgestir. Í tengslum við Vestnorden gefst ferðaheildsölunum einnig kostur á að fara í kynnisferðir til landanna þriggja.
Skráning á vestnorden.com
Nánari upplýsingar um Vestnorden er að finna á vefsíðunni www.vestnorden.com og þar fer skráning fram.