Svipmyndir frá Ferðatorgi 2004
12.05.2004
Fjölmargir komu í heimsókn á ferðasýninguna Ferðatorg 2004 sem haldin var í Vetrargarði Smáralindar um liðna helgi. Þar sýndu öll landshlutasamtök innan Ferðamálasamtaka Íslands og fleiri aðilar í ferðaþjónustu hvað ævintýralandið Ísland hefur uppá að bjóða.
Ferðamálasamtök Íslands stóðu að Ferðatorginu, líkt og undanfarin ár, með stuðningi samgönguráðuneytisins og Ferðamálaráðs Íslands og var það nú haldið í þriðja sinn. Auk þess að kynntir væru möguleikar í ferðaþjónustu um allt land var skipulögð dagskrá í gangi meira og minna alla helgina þar sem landshlutasamtökin buðu gestum uppá ýmislegt áhugavert.
Skoða myndir sem voru teknar við opnun Ferðatorgs 2004.