Þjónusta Alta á sviði ferðamála
Ferðamenn sækjast í æ ríkari mæli eftir því að upplifa sérstæðan staðaranda; eitthvað ekta. Staðarandi felst í einstöku samspili náttúru, auðlinda, menningar og hefða og getur verið forsenda aðdráttarafls einstakra svæða og staða.
Í fréttatilkynningu frá Alta kemur fram að fyrirtækið aðstoðar við greiningu á staðaranda og stefnumótun um nýtingu hans við uppbyggingu sterkari ímyndar hvort sem það er fyrir ferðaþjónustu, þróun, skipulagningu eða hönnun svæða.
Alta býður ferðaþjónustufyrirtækjum líka fjölbreytt úrval annarrar þjónustu s.s. vottun og innleiðingu á Vakanum og Svaninum, úttektir á umhverfismálum og samfélagsábyrgð og gerð gæðahandbóka og áætlunar um öryggi og heilbrigði á vinnustöðum skv. lögum, sem viðurkenndur þjónustuaðili Vinnueftirlitsins, segir í frétt frá Alta.
Nánari upplýsingar um þjónustu Alta má sjá á vef Alta www.alta.is