Fara í efni

Þróunarsjóður "Ísland - allt árið" vekur áhuga

Inga Ásta Karladóttir
Inga Ásta Karladóttir

Ágæt mæting hefur verið á kynningarfundi um þróunarsjóð Landsbankans og Iðnaðarráðuneytisins í tengslum við verkefnið „Ísland allt árið“. Nýsköpunarmiðstöð og Ferðamálastofa hafa komið að fundunum fyrir hönd iðnaðarráðuneytisins.

Sjóðnum er ætlað að styðja við átakið með því að auka hæfni fyrirtækja í ferðaþjónustu til að skapa nýjar upplifanir utan hefðbundins ferðamannatíma og auka arðsemi fyrirtækja með því að lengja ferðamannatímabil á viðkomandi svæði. Heildarframlag stofnenda sjóðsins á þessu ári og því næsta verður 70 milljónir króna.

Auglýst um mánaðamótin
Auglýst verður eftir umsóknum um mánaðarmótin nóvember/desember, umsóknarfrestur verður til 10. janúar og fara umsóknir í gegnum umsóknakerfi Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Úthlutað verður í lok febrúar og svo aftur að u.þ.b. ári liðnu.

Á morgun verður kynningarfundur vegna verkefnisins haldinn í Reykjavík og fundaröðinni lýkur svo á Selfossi og Ísafirði á fimmtudag.

Dagskrá kynningarfunda:
Tími 12:30-13:30 á öllum stöðum

23. nóv – Reykjavík –Grand Hótel
24. nóv – Selfoss –Hótel Selfoss
24. nóv – Ísafjörður- Þróunarsetur Vestfjarða

Við hvetjum alla til þess að mæta og kynna sér sjóðinn nánar.

Nánari kynning á verkefninu:
Ísland allt árið - Þróunarsjóður (PDF)

Meðfylgjandi myndir voru teknar á fundi sem haldinn var á Akureyri í dag.


Inga Ásta Karlsdóttir, útibússtjóri Landsbankans á Akureyri, kynnti aðkomu bankans að verkefninu.


Elías Bj. Gíslason Ferðamálastofu og Sigurður Steingrímsson Nýsköpunarsmiðstöð.


Sigurður Steingrímsson kynnir verkefnið.