Fara í efni

Tillaga um verndar- og stjórnunaráætlun fyrir Hverfjall (Hverfell)

Hverfjall. Mynd af www.visitmyvatn.is.
Hverfjall. Mynd af www.visitmyvatn.is.

Undanfarin misseri hafa fulltrúar Umhverfisstofnunar, Skútustaðahrepps og landeiganda hafa unnið að gerð tillögu að verndar- og stjórnunaráætlunarinnar fyrir náttúruvættið Hverfjall (Hverfell) í Mývatnssveit. Tillagan hefur nú verið lögð fram til kynningar á heimasíðu Umhverfisstofnunar þar sem jafnframt er hægt að skila inn athugasemdum. 

Vinsæll viðkomustaður ferðamanna

Hverfjall (Hverfell) var friðlýst sem náttúruvætti með auglýsingu þann 22. júní 2011. Markmiðið með friðlýsingunni er verndun sérstæðra jarðmynda. Jafnframt er það markmið með friðlýsingunni að varðveita jarð­myndanir svæðisins vegna mikils fræðslu- og útivistargildis. Gígurinn er vinsæll við­komustaður ferðamanna sem fara um Mývatnssveit.
Í áætluninni er fjallað um nauðsynlegar verndaraðgerðir, landvörslu og landnýtingu, s.s. aðgengi ferðamanna að svæðinu, stígagerð og uppbyggingu þjónustumannvirkja.

Til að tryggja að verndargildi svæðisins rýrni ekki er nauðsynlegt að byggja upp inn­viði þess og fræða gesti, bæði um þær umgengnisreglur sem þar gilda og svæðið sjálft, því þekking leiðir til virðingar og virðing til verndunar.

Athugasemdafrestur

Frestur til að skila athugasemdum er til og með 25 nóvember 2013. Hægt er að skila athugasemdum í gegnum heimasíðu Umhverfisstofnunar. Nánari upplýsingar veitir Bergþóra Kristjánsdóttir starfsmaður Umhverfisstofnunar í Mývatnssveit (tölvupóstur bergthorak@ust.is, sími: 464 4460).