Tónlistar- og ráðstefnuhúsið gerist aðildafélagi að Ráðstefnuskrifstofu Íslands
Síðastliðinn föstudag var undirritaður formlegur samningur milli Ráðstefnuskrifstofu Íslands og Eignarhaldsfélagsins Portus hf, sem er að byggja og kemur til með að reka Tónlistar- og ráðstefnuhúsið í Reykjavík.
Með samningi þessum gerist Eignarhaldsfélagið Portus hf aðildarfélagi að Ráðstefnuskrifstofu Íslands. Samningurinn gildir frá júlí 2007 en samstarf á milli Ráðstefnuskrifstofunnar og Portus hefur raunar staðið yfir í meira en ár með margvíslegri starfsemi s.s. sameiginlegri þáttöku á sérhæfðum ferða- og ráðstefnusýningum erlendis, kynningum í Bandaríkjunum, móttöku erlendra blaðamanna og umfjöllum í húsið í erlendum fagtímartitum.
Byrjað var að bóka í húsið á síðasta ári fyrir fyrstu rekstrarár hússins, mikið er um fyrirspurnir og bókanir vonum framar að sögn forsvarsmanna Portus.
Ráðstefnuskrifstofa Íslands er samstarfsvettvangur einkaaðila í ferðaþjónustu og stjórnvalda um markaðssetningu á Íslandi sem ráðstefnulandi. Hefur Ráðstefnuskrifstofan starfað markvisst í 15 ár að markaðssetningu Íslands sem ráðstefnulands, með dyggum stuðningi Reykjavíkurborgar, Ferðamálastofu, Icelandair og stærstu aðila á íslenskum ráðstefnumarkaði. Sjá nánar www.radstefnuskrifstofa.is
Ferðamálastofa sér um vistun Ráðstefnuskrifstofunnar og er verkefnastjóri Anna Valdimarsdóttir.
Ársæll Harðarson, stjórnarformaður Ráðstefnuskrifstofunnar, segir að tilkoma tónlistar- og ráðstefnuhússins sýni stórhug og framsýni einkaaðila og stjórnvalda í verki. ?Tónlistar- og ráðstefnuhúsið verður nýtt kennimerki Íslands um heim allan og mun breyta því stórkostlega hvernig ásýnd og ímynd lands þróast í framtíðinni. Fyrir ferðaþjónustuna og menningarlífið markar þetta upphaf nýrrar sóknar Íslendinga inná alþjóðlegan ráðstefnumarkað sem er arðsamasti hluti ferðaþjónustunnar,? segi Ársæll.
Tónlistar- og ráðstefnuhúsið einkaframkvæmdarverkefni samkvæmt samningir milli Eignarhaldsfélagsins Portus hf og Austurhafnar-TR og verður opnað í desember 2009.
Á myndinni hér að ofan eru frá vinstri: Þórhallur Vilhjálmsson, Pétur Rafnsson, Stefán Þórarinsson, Ársæll Harðarson, Haukur Þór Haraldsson og Anna Valdimarsdóttir.