Fara í efni

Tvær stöður við ferðamáladeild Háskólans á Hólum

Hólar
Hólar

Tvær stöður við ferðamáladeild Háskólans á Hólum er lausar til umsóknar. Við deildina er í boði háskólanám í ferðamálafræðum og viðburðastjórnun og lögð stund á rannsóknir og fræðastarf. Aðsókn nemenda og umsvif deildarinnar hafa farið ört vaxandi undanfarin ár. Starfsaðstaða deildarinnar í háskólaþorpinu á Hólum er góð, þar er fjölskylduvænt samfélag með grunnskóla og leikskóla. Nánari upplýsingar um skólann og staðinn er að finna hér á Hólavefnum.

Staða deildarstjóra ferðamáladeildar

Í starfinu felst:
• Fagleg ábyrgð á kennslu og rannsóknum innan deildarinnar sem og samstarfi við atvinnulíf, stoðkerfi og fræðasvið ferðamála 
• Dagleg stjórnun ferðamáladeildar og starfsmanna hennar 
• Þátttaka í stefnumótun, stjórnun og rekstri Háskólans á Hólum, seta í framkvæmdaráði 
• Rannsóknir og kennsla

Við leitum að einstaklingi með:
• Doktorspróf á sviði ferðamálafræða eða tengdum fræðasviðum
• Reynslu af stjórnun, rannsóknum, kennslu og þróunarstarfi 
• Leiðtogahæfileika, frumkvæði, framúrskarandi færni í mannlegum samskiptum og getu til að stýra samstarfi innan deildar sem utan
• Mikla skipulagshæfileika og yfirsýn
 
Umsækjandi þarf að geta hafið störf 1. sept. 2012 eða eins fljótt og hægt er.Umsóknir berist fyrir 1. júlí 2012. Umsóknir ásamt ferilskrá og persónulegu bréfi, sendist til Sigurbjargar B. Ólafsdóttur mannauðsstjóra, Háskólanum á Hólum, 551 Sauðárkróki, eða á netfangið sigurbjorg@holar.is .
 
Nánari upplýsingar veita Erla B. Örnólfsdóttir rektor s. 455 6300 / erlabjork@holar.iseða Kristina Tryselius deildarstjóri s. 863 2938 / kristina@holar.is .
 
Staða háskólakennara við ferðamáladeild
 
Í starfinu felst:
• Kennsla á sviði menningar og ferðamála 
• Kennsla á sviði hátíða og viðburða
• Leiðbeining nema í lokaverkefnum 
• Þátttaka í stefnumótun ferðamáladeildar
• Mótun eigin rannsókna á sviðum deildarinnar

Menntunar og hæfniskröfur:
• Framhaldsmenntun á sviði ferðamálafræða, menningar og viðburða eða tengdra fræða, hæfi sem háskólakennari, doktorspróf æskilegt
• Reynsla af kennslu og rannsóknum 
• Frumkvæði, sjálfstæði í vinnu og færni í mannlegum samskiptum
 
Um fullt starf er að ræða. Umsækjandi þarf að geta hafið störf 1. sept. 2012 eða eins fljótt og hægt er. Umsóknir berist fyrir 1. júlí 2012. Umsóknir ásamt ferilskrá og persónulegu bréfi, sendist til Sigurbjargar B. Ólafsdóttur mannauðsstjóra, Háskólanum á Hólum, 551 Sauðárkróki, eða á netfangið sigurbjorg@holar.is
 
Nánari upplýsingar veitir Kristina Tryselius deildarstjóri s. 863 2938 / kristina@holar.is