Fara í efni

Tveir nýir ferðaþjónustuvefir

Frett260706
Frett260706

Nýlega fóru í loftið tveir vefir til markaðssetningar á Íslandi og íslenskri ferðaþjónustu. Þetta eru vefirnir lastminute.is og enjoyiceland.is.

Að lastminute.is standa sömu aðilar og að nat.is, sem mörgum er að góðu kunnur. Í Kynningu á vefnum segir m.a. að vefurinn sé ?nýjung fyrir allt landið þar sem fyrirtækin auglýsa hvert fyrir annað, þar sem meginmarkmiðið er að bjóða ferðamönnum að ferðast á hagkvæman hátt hvert á land sem er, sérstaklega á jaðartímum. Hér er komið nýtt verkfæri til að vekja athygli á sértilboðum ferðaþjónustunnar. Það gildi einu hvaða starfsemi á í hlut, gisting, bílaleiga, veitingar, samgöngur eða afþreying.  Það eru alltaf eitthvað óselt, sem betra er að nýta með afslætti en ekki. Þetta er milliliðalaus þjónusta, sem er mjög áberandi á veraldarvefnum. Kostnaði fyrirtækja að vera með sitt pláss til ráðstöfunar á latminute.is og auglýsingar er mjög stillt í hóf," segir orðrétt. www.lastminute.is

Um enjoyiceland.is segir m.a.  að um sé að ræða ?opnun á stórum og efnismiklum vef sem tengir allt landið saman á einfaldan og heilstæðan hátt. Markmiðið með þessum nýja vef er að fólk sem ekki þekkir til, eigi auðvelt með að kynnast Íslandi og þeirri ferðaþjónustu sem þar er í boði. Á vefnum geta notendur kynnt sér land og þjóð áður en lagt er í ferð til Íslands og jafnvel skipulagt ferðina á einfaldan hátt. Vefurinn byggir á kortum af Íslandi og sérkorti af höfuðborgarsvæðinu. Ísland er svo svæðaskipt og helstu staðir, bæir og almennar upplýsingar (s.s. fjarlægðir) eru um hvern uppgefin áfangastað.Vefurinn er rekinn af fyrirtækinu 159 ehf. sem sl. sex ár hefur gefið út ferðamannakortið BIG MAP.? www.enjoyiceland.is