Umsóknir um frestun afborgana af lánum Ferðaábyrgðasjóðs
02.03.2021
Frá Hveravöllum á Kili.
Ferðamálastofu bárust alls 44 umsóknir frá ferðaskrifstofum um frestun afborgana af skuldabréfum Ferðaábyrgðasjóðs. Þær ferðaskrifstofur sem sóttu um frestun afborgana greiða fyrstu afborgun skuldabréfa hinn 1. desember næstkomandi.
Þau félög sem ekki sóttu um frestun afborgana (alls 6 talsins) greiddu fyrstu afborgun hinn 1. mars síðastliðinn.
Sjá tilkynningu um ákvörðun ráðherra á frestun fyrstu gjalddaga