Fara í efni

Uppbygging og skipulag ferðamannastaða

Ferðamannastaðir
Ferðamannastaðir

Ferðamálastofa boðar til málþings fimmtudaginn 14. apríl næstkomandi á Grandhótel. Til umræðu verður uppbygging og skipulag ferðamannastaða. 

Meðal  fyrirlesara verður Audun Pettersen frá Innovasjon Norge og einnig hópur innlendra fyrirlesara með þekkingu á málaflokknum.

Málþingið heft  kl. 08:30 og lýkur kl. 11:30. Síðasta klukkutímann mun Sævar  Kristinsson ráðgjafi hjá Netspori, stjórna umræðuhópum (Heimskaffi).

Sent út á Internetinu
Hægt verður að fylgjast með málþinginu á Internetinu. Leiðbeiningar fyrir þá sem vilja fylgjast með málþinginu eru hér í PDF skjali. Opna leiðbeiningar

Slóðin fyrir útsendinguna er:
http://get.netviewer.thekking.is/home/men745836nv64
Ath: slóðin verður ekki virk fyrr en fundurinn byrjar
 
Enn sem komið er virkar þetta einungis fyrir PC vélar en ekki MAC

Dagskrá:

08:30 Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri Setning

08:40 Audun Pettersen, sviðsstjóri,  Innovation Norway Uppbygging ferðamannastaða í Noregi " White Book"
  
09:05 Edward Huijbens, forstöðumaður RMF Kortlagning á auðlindum ferðaþjónustunnar

09:15 Halldóra Vífilsdóttir, arkitekt  Menningarstefna í mannvirkjagerð og mikilvægi góðs undirbúnings
  
09:25 Kaffiveitingar 
  
09:40 Sigrún Birgisdóttir, arkitekt  Vatnavinir Vestfjarða - staðarmótun
 Bjarki Gunnar Halldórsson, arkitekt Sjávarþorpið Suðureyri - kortlagning og framtíðarsýn
  
09:50 Oddur Hermannsson, landslagsarkitekt  Hönnun trappna og útsýnispalls við Seljalandsfoss og Skógafoss
 Hreinn Óskarsson, skógarvörður Uppbygging útivistarsvæðis með aðgengi fyrir alla - Þjórsárdalsskógur
  
10:00 Kristín Þorleifsdóttir, landslagsarkitekt Viðmið fyrir skipulag vistvænna ferðamannastaða
 Egill Guðmundsson, arkitekt  Vistvæn þjónustuhús
  
10:10 Sigríður Sigþórsdóttir, arkitekt  Í samspili við náttúruna
10:15 Anna G. Sverrisdóttir, ráðgjafi Framsýni og fagmennska, langtímahugsun skilar arði
10:25 Borghildur Sölvey Sturludóttir, arkitekt Vandaðir ferðamannastaðir- hvað þarf að gera?
  
10:30 Vinnufundur ( heimskaffi ) undir stjórn Sævars Kristinssonar  
  
11:30 Samantekt og áætluð lok

Fundarstjóri Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri 

 

Skráning:
Vinsamlegast tilkynnið þátttöku á netfangið skraning@ferdamalastofa.is fyrir kl. 14:00 þann 13. apríl nk.

 

 

Ferðamálastofa byggir umhverfisstefnu sína á sjálfbærri og ábyrgri ferðamennsku enda er náttúra Íslands sú auðlind sem ferðaþjónustan á Íslandi byggir á til framtíðar. Mikilvægt er að byggja upp innviði sem geta tekið á móti vaxandi fjölda ferðamanna, tryggt öryggi þeirra eftir bestu getu og boðið upp á nauðsynlega þjónustu. Jafnframt þarf að gæta þess að allar áætlanir og framkvæmdir á ferðamannastöðum séu byggðar á vandaðri greiningu og rannsóknum og unnar af varkárni og virðingu fyrir viðkvæmri náttúru Íslands, sögu landsins og menningu.