Fara í efni

Upptaka frá "Er komið nóg af gestum?"

Nú er aðgengileg upptaka frá örráðstefnunni "Er komið nóg af gestum? Þolmörk, fjöldatakmörk og gjaldheimta" sem haldin var í hátíðarsal Háskóla Íslands, mánudaginn 10 desember.

Samhliða fjölgun ferðamanna hefur tekið að bera á áhyggjum ferðaþjónustuaðila, sem og annarra, að of geyst sé farið. Landeigendur loka aðgengi, gjaldheimta er rædd, furðufréttir berast af ferðafólki, skattheimta er aukin og pirrings farið að gæta í garð gesta á ýmsum áfangastöðum. Á þessari örráðstefnu verður lagt mat á þessi einkenni óþols gagnvart greininni og hvort hafa beri af þeim áhyggjur, og ef svo; hvað er þá hægt að gera. Fundurinn hefst á örfáum aðfararorðum um tilefni og tilurð fundarins. Þar á eftir mun fræðafólk stíga á stokk og í stuttum 5 mínútna glærulausum erindum fjalla um eftirfarandi dæmi. Að því loknu verður opnað fyrir umræður og spurningar og eru aðilar úr greininni sem og fjölmiðlafólk sérstaklega hvatt til að mæta í þágu hreinskiptinnar og opinnar umræðu.

  Stofnun Dæmi
Dr. Edward H. Huijbens  Rannsóknamiðstöð ferðamála Furðufréttir af ferðafólki
Dr. Þorvarður Árnason Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Hornafirði DisnEY eða Ísland öðru nafni
Dr. Katrín Anna Lund og Dr. Gunnar Þór Jóhannesson Land- og ferðamálafræði við Háskóla Íslands Gestalistinn
Guðrún Þóra Gunnarsdóttir Ferðamáladeild Háskólans á Hólum  Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir!
Dr. Ólafur Rastrick Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands Útlendingar og arfurinn
  
 
 Ef einhverjar spurningar vakna hafið samband við Edward H. Huijbens, Rannsóknamiðstöð ferðamála, edward@unak.is.