Úttekt á deiliskipulagi á ferðamannastöðum
Eins og áður hefur komið fram er nú innan Ferðamálastofu unnið að fjölmörgum verkefnum í samræmi við samþykkta Ferðamálaáætlun fyrir árin 2006-2015. Á næstu vikum mun nokkrum þeirra ljúka.
Eitt þeirra verkefna sem er lokið er úttekt á stöðu deiliskipulags á ferðamannastöðum. Þegar unnið er að framkvæmdum á ferðamannastöðum hvort sem um er að ræða opinbera aðila eða einkaaðila þá verður að liggja fyrir samþykkt deiliskipulag. Sé það ekki til þarf að vinna það áður en hægt er að ráðast í framkvæmdir eða úrbætur á svæðinu.
Nú er í úttekt Ferðamálastofu hægt að sjá hver staðan er varðandi einstaka staði. Í framhaldi af úttektinni er nú unnið innan stofnunarinnar að forgangsröðum fyrir þá staði sem ekki hafa verið deiliskipulagðir.
Skoða úttekt Ferðamálastofu á deiliskipulagi á ferðamannastöðum (PDF)