Fara í efni

VAKINN kynntur á fundum víða um land

innanlandskönnun8
innanlandskönnun8

VAKINN, hið nýja gæða- og umhverfiskerfi ferðaþjónustunnar, verður kynnt á fundum víða um land dagana 2. til 14. mars næstkomandi. Byrjað verður á Ísafirði á morgun, föstudag og endað í Reykjavík þann 14. mars.

Metnaðarfullt verkefni fyrir alla ferðaþjónustu
Eins og fram hefur komið þá á VAKINN sér talsaverða sögu og en unnið hefur verið að þróun þessa metnaðarfulla gæðakerfis frá haustinu 2008. Eru miklar vonir bundnar við að VAKINN muni efla gæði og öryggi í ferðaþjónustu á Íslandi með handleiðslu og stuðningi, ásamt því að byggja upp samfélagslega ábyrgð ferðaþjónustufyrirtækja.

Unnið í náinni samvinnu
VAKINN er afsprengi þróunarverkefnis sem iðnaðarráðuneytið fól Ferðamálastofu og Nýsköpunarmiðstöð Íslands að vinna að. Verkefnið er unnið í náinni samvinnu við Samtök ferðaþjónustunnar og Ferðamálasamtök Íslands og þannig hefur skapast breið samstaða innan ferðaþjónustunnar um þennan mikilvæga málaflokk.

Nánari upplýsingar um VAKANN á:
www.vakinn.is og www.facebook.com/vakinn.is

Kynningarfundir um allt land
Hér að neðan eru upplýsingar um hvern fund um sig:

2. mars  Ísafjörður 13-15:30 - Hótel Ísafjörður - Nánari upplýsingar og skráning
5. mars  Akureyri 9-11:30 - Hótel KEA - Nánari upplýsingar og skráning
5. mars Varmahlíð 14-16:30 - Hótel Varmahlíð - Nánari upplýsingar og skráning
6. mars  Egilsstaðir 11-13:30 - Hótel Hérað - Nánari upplýsingar og skráning
7. mars  Höfn í Hornafirði 9-11:30 - Hótel Höfn - Nánari upplýsingar og skráning
7. mars  Kirkjub.klaustur 15-17:30 - Hótel Klaustur - Nánari upplýsingar og skráning
13. mars Stykkishólmur 14-16:30 - Hótel Stykkishólmur - Nánari upplýsingar og skráning
14. mars Selfoss 9-11:30 - Hótel Selfoss - Nánari upplýsingar og skráning
14. mars Reykjavík 14-16:30 - Reykjavík Hótel Natura - Nánari upplýsingar og skráning

Dagskrá kynningarfunda:


- Ávinningur af VAKANUM
- Umhverfiskerfi VAKANS
- Gerð öryggisáætlana
- Áhættumat í ferðaþjónustu
- Rekstur og stjórnun
- Stuðningur og fylgigögn VAKANS

Tökum höndum saman og eflum gæði í íslenskri ferðaþjónustu!

Mynd: Ragnar Th. Sigurðsson - arctic-images.com