VAKINN námskeið á Norðurlandi vestra
Ferðamálasamtök Norðurlands vestra í samstarfi við Farskólann, Ferðamálastofu og Markaðsstofu Norðurlands halda kynningarfund 17. febrúar kl.13-14 um innleiðingu VAKANS gæða- og umhverfiskerfis ferðaþjónustunnar.
Námskeið hefjast 24. febrúar
Í kjölfarið verður farið af stað með námskeið á Sauðárkróki, Blönduósi og Hvammstanga í formi vinnulota sem nýtist þá sem stuðningur við þá sem vilja hefja innleiðingarferli Vakans. Námskeiðin hefjast 24. febrúar.
Á kynningarfundinum kynnir Elías Bj. Gíslason frá Ferðamálastofu Vakann, gæða- og umhverfiskerfi ferðaþjónustunnar og fer yfir hvernig kerfið nýtist fyrirtækjum.
Við hvetjum ferðaþjónustuaðila til að mæta á þriðjudaginn og kynna sér málið!
Sent verður út í fjarfundi frá Sauðárkróki til Blönduóss og Hvammstanga.
Sauðárkrókur: Námsver við Faxatorg, efri hæð.
Blönduós: Blönduskóli, efri hæð.
Hvammstangi: Námsver Höfðabraut 6. Efri hæð.
Nánari upplýsingar og skráning á vef Markaðsstofu Norðurlands.