Varað við fulltrúum erlendra fyrirtækjaskráa
28.09.2006
Þoka yfir Eyjafirði
Samtök verslunar og þjónustu hafa sent frá sér tilkynningu þar sem þau sjá ástæðu til að vara við fulltrúum erlendra fyrirtækjaskráa. Þessir aðilar hafa sett sig í samband við íslensk fyrirtæki og leita eftir staðfestingu á upplýsingum um viðkomandi.
Slík staðfesting felur oft í sér, í smáaletrinu, pöntun á birtingu í viðkomandi riti eða skrá með tilheyrandi kostnaði. SVÞ segir að meðal slíkra aðila sé European City Guide (ECG). SVÞ ráðleggja fyrirtækjum að borga ekki reikninga frá ECG ef þau telja sig ekki hafa efnt til skuldarinnar, hvorki að hluta til né að fullu. ECG er alræmt fyrir vafasama starfshætti um alla Evrópu, segir á vef SVÞ. Nánari upplýsingar á vefsíðunni www.stopecg.org