Vefsjónvarpið Icelandic Travel TV
25.08.2014
Icelandic Travel TV er vefsjónvarp á sviði ferðamála sem kynnir eitt og annað áhugavert fyrir ferðamenn á Íslandi.
Markmið okkar er að einfalda ferðamönnum lífið við val á afþreyingu, gistingu, ferðamáta, mat og drykk - og teljum við myndbönd vera besta kostinn til upplýsingagjafar, segir í kynningu frá Icelandic Travel TV.
Fyrirtæki geta skráð sig án endurgjalds á vef Travel TV og tengt þar inn myndbönd sem fyrirtækin eiga og vilja nota í kynningarmálum. Einnig getur Icelandic Travel TV tekið að sér að útbúa myndbönd fyrir ferðaþjónustuaðila.