Vefur Vestnorden 2010 opnaður
Vefur Vestnorden ferðakaupstefnunnar 2010 hefur nú verið opnaður og í næstu viku verður hægt að byrja að skrá sig til þátttöku. Kaupstefnan verður haldin í nýja menningarhúsinu Hofi á Akureyri daganna 15.-17. september næstkomandi.
Vestnorden 2010 verður sú 25. í röðinni en hún er haldin árlega og er til skiptis í umsjón Íslendinga, Grænlendinga og Færeyinga. Sýnendur á kaupsstefnunni koma frá vestnorrænu löndunum þremur og á Vestnorden hitta þeir ferðaheildsala hvaðanæva að úr heiminum og eiga með þeim stutta fundi sem búið er að tímasetja áður en kaupstefnan hefst. Þarna er um að ræða fyrirtæki sem eru að selja, eða hafa hug á að selja, ferðir til vestnorrænu landanna.
Ferðamálastofa hefur umsjón með Vestnorden á Íslandi en framkvæmd að þessu sinni er í höndum Congress Reykjavík.
Á vef Vestnorden eru allar nánari upplýsingar og þar er einnig hægt að skrá sig til þátttöku. www.vestnorden.com