Vel heppnað námskeið
09.06.2006
Uppl4
Undanfarin ár hefur Ferðamálastofa staðið fyrir námskeiðum fyrir starfsfólk upplýsingamiðstöðva og svo var einnig í ár. Var námskeiðið haldið á Kornhlöðuloftinu 7 júní síðasliðinn og þótti vel heppnað.
Lögð hefur verið áhersla á að a.m.k. nýtt starfsfólk upplýsingamiðstöðva komi á námskeiðið. Þýðingarmikið er að skapa tengsl á milli stöðva auk þess sem yfirbragð þeirra verður líkara innbyrðis ef sem flestir starfsmenn hafa setið námskeið. Meðfylgjandi myndir voru teknar á námskeiðinu.
?Þeir koma, og hvað með það, fyrir hverja eru upplýsingamiðstöðvar?? nefndist erindi Elíasar Bj Gíslasonar, forstöðumanns upplýsinga- og þróunarsviðs Ferðamálastofu. Skoða erindi Elíasar (PDF) | Pétur Rafnsson, verkefnisstjóri hjá Ferðamálastofu, fjallaði um hlutverk upplýsingamiðstöðva og hlutverk starfsmanna þeirra. Skoða erindi Péturs (PDF) |
Elín Svava Ingvarsdóttir (lengst til vinstri), verkefnisstjóri hjá Ferðamálastofu, kynnti Handbók Ferðamálastofu, sem er mikilvægt upplýsingarit fyrir allar upplýsingamiðstöðvar og aðra sem starfa í ferðaþjónustu. |
Fjórða erindið var flutt af Margréti Reynisdóttir, stjórnunar- og markaðsfræðingi, og nefndist "Viðhorf er aðalatriðið í þjónustu!" Byggir það á upplýsingariti Impru-nýsköpunarmiðstöðvar um þjónustugæði. |
Hluti þátttakenda á námskeiðinu. | Séð yfir salinn. |