Vel sótt námskeið fyrir starfsfólk upplýsingamiðstöðva
Góð þátttaka var á námskeiði fyrir starfsfólk upplýsingamiðstöðva sem Ferðamálaráð gekkst fyrir í dag. Ríflega 40 manns mætu námskeiðið sem haldið var samtímis á sjö stöðum á landinu með aðstoð fjarfundabúnaðar.
Í fyrra var bryddað upp á þeirri nýbreytni að halda námskeiðið á menntabrúnni og var ákveðið að endurtaka leikinn nú. ?Ferðamálaráð hefur haldið námskeið sem þetta nokkur undanfarin ár og við höfum lagt áherslu á að fá a.m.k. nýtt starfsfólk upplýsingamiðstöðvanna á námskeiðið. Með þessu viljum við skapa tengsl á milli upplýsingamiðstöðva, sem er afar þýðingarmikið, auk þess sem yfirbragð þeirra verður líkara innbyrðis ef sem flestir starfsmenn hafa setið námskeið,? segir Elías Bj. Gíslason, forstöðumaður upplýsinga- og þróunarsviðs Ferðamálaráðs.
Hann var einn fyrirlesara á námskeiðinu í dag en auk hans fluttu erindi þær Drífa Magnúsdóttir, verkefnastjóri upplýsingamiðstöðvar Höfuðborgarstofu og Erla Björg Guðmundsdóttir, rekstrar- og viðskiptafræðingur. Meðfylgjandi mynd var tekin af þátttakendum á Akureyri.