Verkefnayfirlit vegna styrkja frá Ferðamálastofu
Allt frá árinu 1995 hefur Ferðamálastofa veitt styrki til úrbóta í umhverfismálum á ferðamannastöðum og til uppbyggingar á nýjum svæðum fyrir ferðamenn. Á þeim tíma hefur rúmlega 700 milljónum króna verið varið til styrkja og framkvæmda á yfir 300 stöðum víðsvegar um landið.
Listar yfir alla styrkþega eru aðgengilegir hér á vefnum undir liðnum Umhverfismál/Úthlutun styrkja. Nú hefur verið bætt um betur og síðastliðið sumar var ráðinn starfsmaður til að vinna vandað verkefnayfirlit fyrir árin 2009 og 2010. Þar má má finna ýtarlegar upplýsingar um hvert verkefni sem hlaut styrk fyrir þessi ár, hver framgangur þeirra hefur verið og eftir atvikum myndir og/eða teikningar. Markmiðið er að sambærilegt yfirlit verið unnið fyrir styrki framvegis og jafnvel lengra aftur í tímann, ef fjármagn fæst. Verkið í sumar vann Íris Ósk Guðsteinsdóttir.
- Styrkveitingar árið 2010: Vegna úrbóta á ferðamannastöðum (PDF 7,6 MB)
- Styrkveitingar árið 2009: Vegna úrbóta á ferðamannastöðum (PDF 6,6 MB)