Fara í efni

Veruleg fjölgun ferðamanna fyrstu 11 mánuði ársins

Ferðamenn
Ferðamenn

Samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Leifsstöð fjölgaði erlendum ferðamönnum verulega fyrstu 11 mánuði ársins. Fjöldinn fyrstu 11 mánuði ársins var 378.856 og nemur fjölgunin 9,4% á milli ára eða um 32600 manns. Einungis aukningin er meiri en sem nam heildarfjöldanum í maí sl.

Sé litið á skiptingu eftir markaðssvæðum fyrstu 11 mánuði ársins þá hefur mest fjölgun orðið í hópi Breta, rúm 13%, Norðurlandabúum hefur fjölgað um tæp 8%, ferðamönnum frá öðrum Evrópulöndum sem talin er sérstaklega hefur fjölgað um 3% og frá N.-Ameríku hefur fjölgunin verið tæp 5%. 

Í vetur hefur mikil aukning ferðamanna orðið milli ára. Þannig var fjölgunin í október  18,6% og fjölgunin 36,4% í nóvember m.v sömu mánuði í fyrra. Bretar eru fjölmennastir þeirra sem hingað koma á þessum árstíma og þeim fjölgar verulega á milli ára. Einnig er mikil fjölgun Norðurlandabúa þessa tvo mánuði og einnig aukning frá öðrum lykil markaðssvæðum. 

Lykilatriði í arðsemi
Að sögn Ársæls Harðarsonar forstöðumanns markaðssviðs Ferðamálastofu, er ánægjulegt að sjá verulega aukningu yfir vetrarmánuðina, sem er lykilatriði fyrir arðsemi atvinnugreinarinnar. Svo virðist sem ágæt afkoma sé í gistiþættinum það sem af er vetri, einkum vegna aukningar ferðamanna sem þó virðist ekki vera vegna lægri meðalverða í gistiþættinum. ?Það eru margar skýringar á aukningunni, fyrst og fremst aukið framboð á flugsætum á hagstæðum verðum, aukin útrás Íslenskra fyrirtækja sem í auknum mæli standa að viðskiptaferðum til Íslands, auk markaðssetningar fyrirtækja í greininni svo og stjórnvalda? segir Ársæll.

Skýrist ekki af erlendu vinnuafli
Aðspurður segir Ársæll að orðrómur um að aukningin skýrist að miklu leyti vegna ferðalaga erlends vinnuafls eigi ekki við rök að styðjast. ?Í fyrsta lagi er frekar lítið um að erlendir starfsmenn séu farnir til síns heima á ný, og okkar talning er brottfarartalning sem fer fram við brottför í Keflavík. Í öðru lagi er vitað um þó nokkurn fjölda erlendra starfsmanna sem hafa farið í frí til síns heima undanfarið og hafa þeir flestir farið beint frá Egilsstöðum í flugi, en brottfarartalningin nær ekki yfir aðra flugvelli en í Keflavík. En auðvitað eru einhverjir erlendir verkamenn í tölunum, þó þeir skipti ekki þúsundum? segir Ársæll að lokum.

Í töflunni hér að neðan má sjá skiptingu fermananna eftir þjóðerni fyrstu 11 mánuði ársins. Heildarniðurstöður eru aðgengilegar hér á vefnum undir liðnum "Talnaefni".

Frá áramótum til loka nóvember
  2005 2006 Mism. %
Bandaríkin                     52.468 54.188 1.720 3,3%
Bretland                       56.190 63.545 7.355 13,1%
Danmörk                        33.725 36.701 2.976 8,8%
Finnland                       8.181 8.344 163 2,0%
Frakkland                      19.948 20.492 544 2,7%
Holland                        10.844 11.163 319 2,9%
Ítalía                         8.798 8.641 -157 -1,8%
Japan                          5.612 6.003 391 7,0%
Kanada                         3.308 4.212 904 27,3%
Noregur                        23.690 27.232 3.542 15,0%
Spánn                          6.324 7.816 1.492 23,6%
Sviss                          6.510 5.876 -634 -9,7%
Svíþjóð                        25.707 26.169 462 1,8%
Þýskaland                      36.417 37.450 1.033 2,8%
Önnur þjóðerni                 48.528 61.024 12.496 25,8%
Samtals: 346.250 378.856 32.606 9,4%