Viðamiklar markaðsrannsóknir í Asíu
30.06.2006
China international travel mart
Á síðustu mánuðum hefur Ferðamálastofa, í samstarfi við Skrifstofu ferðamálaráðs Norðurlanda í Asíu, látið vinna viðamestu markaðsrannsóknir á ferðamynstri Asíubúa sem gerðar hafa verið. Rannsóknir þessar eru hluti af Ferðamálaáætlun fyrir 2006-2015 sem samþykkt var síðastliðinn vetur.
Niðurstöður rannsóknanna, sem eru afar áhugaverðar fyrir íslenska ferðaþjónustu, verða gefnar út á næstu vikum og mun Ferðamálastofa gangast fyrir kynningarfundum um niðurstöður þeirra. Fyrsti fundurinn verður haldinn 15. ágúst nk., kl 10:30. Nánari upplýsingar um stað og dagskrá verða kynnt síðar.
Mynd: Frá China International Travel Mart sem Ferðamálastofa og nokkur íslensk fyrirtæki tóku þátt í á síðasta ári og er einnig á dagskránni í ár.