Fara í efni

Víkingar á Vestfjörðum

Samgöngur í tölum 2003
Samgöngur í tölum 2003

Þriðjudaginn 7. júní sl. voru fulltrúar Ferðamálaráðs á ferð um Vestfirði í þeim tilgangi að hitta ferðaþjónustuaðila og fara yfir stöðu mála á svæðinu. Haldnir voru formlegir fundir á Þingeyri og Ísafirði en víða komið við og púlsinn tekinn á stöðu mála.

Gísla saga Súrssonar endurlífguð
Á Þingeyri var farið yfir aðstöðu fyrir ferðafólk og framtíðaráform um uppbyggingu tengda ferðaþjónustu á svæðinu. Þar eins og víða annarstaðar er sagan og náttúran samofin mannlífinu og ýmislegt í bígerð á svæðinu tengt því. Auk hefðbundinnar aðstöðu til móttöku ferðafólks, svo sem góð tjaldsvæði í grennd við íþróttamannvirki staðarins, þá hafa Vestfirðingar nýtt sér söguna og hefur hópur áhugafólks um Gísla sögu Súrssonar í Ísafjarðarbæ stofnað áhugamannafélag, sem hlotið hefur heitið ?Víkingar á Vestfjörðum?. Hyggst félagið endurlífga sögusvið Gísla sögu Súrssonar á svæðinu frá Önundarfirði til Barðastrandar. Merktir verða sögustaðir og helstu kennileiti sem tengjast sögunni, gönguleiðir sem þekktar eru úr sögunni verða merktar og ekki síst þá verði reynt að skapa alhliða þekkingarbrunn á svæðinu sem tengist lifnaðarháttum Víkinga. Félagið er aðili að EU áætluninni Northern Periphery. Um er að ræða samstarfsverkefni sem nefnt er Destination Viking Saga Land, verkefnið hefur að markmið að kynna staði sem tengjast Víkingum á einn eða annan hátt.

Óhætt er að segja að verkefnið hafi farið vel og kröftuglega af stað. M.a. hefur hópur fólks unnið með Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða og fleirum að hugmyndum um minjagripi og haldið hefur verið námskeið í fatasaumi á Víkingaklæðnaði með því handbragði sem notað var. Þó nokkrir hafa saumað sér fullan skrúða sem notaður verður við hin ýmsu tilefni.

Styrkur frá Ferðamálaráði
Víkingar á Vestfjörðum var meðal þeirra verkefna sem hlaut styrk frá Ferðamálaráði á þessu ári til úrbóta á ferðamannastöðum í flokknum uppbygging nýrra svæða. Á fundi sem haldin var með heimafólki á þriðjudaginn var formlega skrifað undir samning um stuðning Ferðamálaráðs Íslands við verkefnið til áframhaldandi uppbyggingar á sölubúðum og samkomusvæði á Þingeyrarodda. Vinna við svæðið hófst á síðasta ári og er óhætt að segja að mikið hafi verið gert fyrir takmarkað fé en samtakamáttur heimafólks skipti þar sköpum hversu vel tókst til.


Á meðfylgjandi mynd skrifa undir samkomulagið þeir Einar Kr. Guðfinnsson,
f
ormaður Ferðamálaráðs; Magnús Oddsson ferðamálastjóri og Þórhallur Arason,
formaður Áhugamannafélagsins Víkingar á Vestfjörðum.
Mynd: Ferðamálaráð/VÞH