World Travel Market í London
10.11.2003
Í dag hefst hin árlega ferðasýning World Travel Market í London. Sýningin er ein hin stærsta sinnar tegundar í heimi og þarna koma saman yfir 5.000 sýnendur frá um 190 löndum.
Ferðamálaráð Íslands er að sjálfsögðu á meðal þátttakenda á sýningunni og þar eru einnig 14 íslensk ferðaþjónustufyrirtækum. Að sögn Sigrúnar Hlínar Sigurðardóttur, markaðsfulltrúa Ferðamálaráðs á Bretlandi, fékkst mun betri staður í sýningarhöllinni í ár en í fyrra. "Við bindum miklar vonir við þessa sýningu sem er nú haldin í annað sinn í nýrri sýningahöll ExCel í Docklands þar sem öll aðstaða er alveg frábær," segir Sigrún. Sýningin stendur fram á fimmtudag.