Yfir 50% fjölgun erlendra ferðamanna í október á sl. 3 árum
Erlendum ferðamönnum fjölgaði um 7% í október síðastliðnum miðað við sama mánuð í fyrra. Í október nú komu hingað 27.039 erlendir gestir á móti 25.338 í fyrra. Það sem af er árinu hafa 225.500 erlendir ferðamenn farið um Leifsstöð eða um 5 þúsund fleiri en á sama tíma í fyrra sem er aukning um 1,4%.
Sé litið til helstu markaðssvæða í október þá er aukning frá Norður-Ameríku og Mið-Evrópu, norðurlöndin standa nánast í stað en fækkun frá Bretlandi. Í því sambandi er vert að hafa í huga að í fyrra var óvenju mikil aukning frá Bretlandi í október.
Að sögn Ársæls Harðarsonar forstöðumanns markaðssviðs Ferðamálaráðs er athyglisvert að ferðamönnum í október hefur fjölgað um yfir 50% á sl. þremur árum.
Í töflunni hér að neðan má sjá skiptingu ferðamanna eftir þjóðerni í október og heildarniðurstöður frá upphafi talninga eru aðgengilegar undir liðnum ?Tölfræði? hér á vefnum.
Fjöldi ferðamanna í október | ||||||
Þjóðerni | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | Mism. 04-05 | % |
Bandaríkin | 3.089 | 3528 | 3605 | 3.792 | 187 | 5,19% |
Bretland | 5.086 | 4143 | 6356 | 5.662 | -694 | -10,92% |
Danmörk | 1.475 | 2031 | 2799 | 2.767 | -32 | -1,14% |
Finnland | 465 | 951 | 550 | 1.203 | 653 | 118,73% |
Frakkland | 408 | 532 | 749 | 663 | -86 | -11,48% |
Holland | 563 | 640 | 530 | 785 | 255 | 48,11% |
Ítalía | 109 | 166 | 209 | 227 | 18 | 8,61% |
Japan | 162 | 875 | 237 | 912 | 675 | 284,81% |
Kanada | 157 | 221 | 183 | 195 | 12 | 6,56% |
Noregur | 1.624 | 2631 | 2981 | 2.312 | -669 | -22,44% |
Spánn | 69 | 134 | 141 | 248 | 107 | 75,89% |
Sviss | 89 | 125 | 148 | 191 | 43 | 29,05% |
Svíþjóð | 1.820 | 2602 | 2636 | 2.531 | -105 | -3,98% |
Þýskaland | 811 | 1251 | 1132 | 1.206 | 74 | 6,54% |
|