Áhrif COVID-19 á rekstur ferðaþjónustufyrirtækja
Nánari upplýsingar | |
---|---|
Titill | Áhrif COVID-19 á rekstur ferðaþjónustufyrirtækja |
Lýsing | Miklar líkur eru á að rekstrarlægðin sem COVID-19 heimsfaraldurinn veldur í ferðaþjónustu hér á landi muni verða djúp og vara næstu 12-24 mánuði. Þetta er meðal þess sem lesa má í skýrslunni Áhrif COVID-19 á rekstur ferðaþjónustufyrirtækja sem ráðgjafarsvið KPMG hefur unnið með Ferðamálastofu og Stjórnstöð ferðamála. Staða fyrirtækja í ferðaþjónustu var almennt veikari en í öðrum meginatvinnugreinum landsins áður en faraldurinn skall á, hvort sem litið er til fjárstyrks eða arðsemi. Hins vegar verða neikvæð efnahagsleg áhrif faraldursins mest á þessa atvinnugrein og mun hún illa standast álagið að óbreyttu. Íslensk ferðaþjónusta hefur undanfarin ár fjárfest mikið í aukinni framleiðslugetu, sem nauðsynleg hefur verið til að anna betur þeim mikla fjölda ferðamanna sem streymt hefur til landsins. Frá árinu 2016 hefur ferðaþjónustan hins vegar jafnframt glímt við minnkandi arðsemi heilt yfir litið og árið 2019 var greininni áskorun, með m.a. falli WOW Air og fækkun ferðamanna. Mikil fjárfesting og lág arðsemi hefur kallað á verulega lántöku í greininni. Skv. tölum seðlabankans hækkuðu skuldir greinarinnar við viðskiptabankana þrjá um 84% frá ársbyrjun 2016 til ársloka 2019 á meðan tekjur uxu um 3%. Heildarskuldir hennar eru nú metnar um 300 ma.kr. en tekjufall næstu mánuði – á háönn ársins – nánast algert. |
Flokkun | |
---|---|
Flokkur | Umfang og áhrif |
Útgáfuár | 2020 |
Útgefandi | Ferðamálastofa |
Leitarorð | covid, covid-19, kreppa, áfall. áföll, rekstur, kpmg, skuldir, gjaldþrot, arðsemi |