Fara í efni

„Beint flug er næs“ - Svæðisbundin áhrif millilandaflugs frá Akureyri

Nánari upplýsingar
Titill „Beint flug er næs“ - Svæðisbundin áhrif millilandaflugs frá Akureyri
Lýsing

Birtist í Íslenska þjóðfélagið, tímarit um íslenskt þjóðfélag: Íslenska þjóðfélagið 2. tbl. 14. árgangur 2023, 87–106

Í þessari rannsókn verður fjallað um sögu millilandaflugs um Akureyrarflugvöll og áhrif þess á ójöfnuð í utanlandsferðum. Í fyrsta lagi verður fjallað um þróun farþegaflugs á Íslandi í ljósi laga og reglna, skipulags flugvalla og rekstrar flugfélaga á Vesturlöndum. Í öðru lagi verður saga millilandaflugs frá Akureyrarflugvelli rakin frá upphafi og fjöldi farþega áætlaður 1993–2022. Í þriðja lagi verður lagt mat á áhrif millilandaflugsins frá Akureyri á hlutfallslegan ójöfnuð í utanlandsferðum milli landshluta. Í fjórða lagi verður upptökusvæði millilandaflugs frá Akureyri, uppruni og áfangastaðir flugfarþega og sætanýting metin á grundvelli reynslunnar af millilandaflugi Niceair frá Akureyri 2022–2023. Að lokum verður lagt heildarmat á samfélagsleg áhrif og framtíðarhorfur millilandaflugs um Akureyrarflugvöll í ljósi alþjóðlegra rannsókna á þessu sviði.

Skráarviðhengi
Ná í viðhengi
Höfundar
Nafn Þóroddur Bjarnason
Nafn Guðný Rós Jónsdóttir
Nafn Jón Þorvaldur Heiðarsson
Flokkun
Flokkur Umfang og áhrif
Útgáfuár 2023
Útgefandi Félagsfræðingafélag Íslands
Leitarorð millilandaflug, norðurland, akureyri, samfélagsáhrif, niceair, flug, flugsamgöngur, flugþróun