Fara í efni

Efnahagsleg áhrif ferðaþjónustu á Húsavík

Nánari upplýsingar
Titill Efnahagsleg áhrif ferðaþjónustu á Húsavík
Undirtitill Tilkoma hvalaskoðunar
Lýsing Ferðaþjónusta hefur verið vaxandi atvinnugrein á Húsavík á síðastliðnum áratug og uppbygging hvalaskoðunar frá Húsavík sett sitt mark á samfélagið. Fjöldi gesta í hvalaskoðun var 41 þúsund árið 2007, eða um 40% af heildarfjölda hvalaskoðunargesta á Íslandi það ár. Markmið rannsóknarinnar var að leggja mat á bein efnahagsleg áhrif ferðaþjónustu á Húsavík, með áherslu á hvalaskoðun og reikna út margfeldisáhrif óbeinna áhrifa. Rannsóknin var byggð á tveimur spurningakönnunum. Markmið þeirra var að kanna útgjöld ferðamanna á Húsavík, kanna hve stórt hlutfall af veltu þjónustufyrirtækja í ferðaþjónustu væri vegna beinnar sölu til ferðamanna, draga fram fjölda starfa í ferðaþjónustu og leggja mat á heildar efnahagsleg áhrif ferðaþjónustu á Húsavík. Alls fengust 520 svör úr könnun sem lögð var fyrir ferðamenn. Í 98% tilvika tilgreindu ferðamenn meðalútgjöld á dag. Í könnun sem lögð var fyrir fyrirtæki, svöruðu 29 þjónustuaðilar af 43 könnuninni.(PDF)
Skráarviðhengi
Ná í viðhengi
Höfundar
Nafn Rannveig Guðmundsdóttir
Flokkun
Flokkur Umfang og áhrif
Útgáfuár 2008
Útgefandi Þekkinagsetur Þingeyinga
Leitarorð hvalaskoðun, húsavík, hvalir, hvalveiðar, könnun, rannsókn, tekjur, efnahagsleg áhrif, umfang, þingeyjarsýsla