Erlendir gestir: Niðurstöður ferðavenjukönnunar (Siglufjörður, Húsavík, Mývatnssveit og Höfn)
Nánari upplýsingar | |
---|---|
Titill | Erlendir gestir: Niðurstöður ferðavenjukönnunar (Siglufjörður, Húsavík, Mývatnssveit og Höfn) |
Lýsing | Rannsóknamiðstöð ferðaþjónustnnar (RMF) hefur gefið út fjórar skýrslur um ferðavenjur og útgjöld erlendra gesta á fjórum stöðum landsins sumarið 2015. Fyrrgreindir þættir voru kannaðir með ferðavenjukönnun á Siglufirði, Húsavík, Höfn í Hornafirði og í Mývatnssveit. Út frá niðurstöðum könnunarinnar var svæðisbundið umfang ferðaþjónustunnar á þessum svæðum áætlað. Hér hafa skýrslurnar fjórar verið settar saman í eitt skjal Í verkefninu var lögð áhersla á greiningu ýmissa einkennandi þátta erlendra gesta til rannsóknarsvæðanna s.s. bakgrunns þeirra og meginástæðu heimsóknar. Neysluhegðun og útgjaldamynstur gestanna var einnig kannað á hverjum áfangastað og borið saman á milli svæða. Út frá niðurstöðum könnunarinnar var svæðisbundið umfang ferðaþjónustu að endingu áætlað. Höfundur og umsjónaraðili verkefnisins er Lilja Berglind Rögnvaldsdóttir en rannsóknin var samstarfsverkefni Rannsóknamiðstöðvar ferðamála, Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Húsavík, Rannsóknamiðstöðvar Háskólans á Akureyri og Þekkingarnets Þingeyinga. Verkefnið var eitt af fjórum verkefnum sem hlaut fjárframlag frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu í gegnum Háskólann á Akureyri til rannsókna í ferðaþjónustu árið 2015 og var unnið samhliða annarri rannsókn á vegum Rannsóknamiðstöðvar ferðamála um samfélagsleg áhrif ferðaþjónustu á Höfn, Siglufirði og í Mývatnssveit - sjá hér. Samkvæmt niðurstöðum verkefnisins reyndust ástæður heimsóknar, dvalartími og neyslumynstur erlendra ferðamanna talsvert ólík eftir rannsóknarsvæðunum fjórum. Aðdráttarafl hvers svæðis markaðist af sérkennum þess og var ýmist bundið menningu svæðisins, afþreyingu eða landslagi. Útgjöld tengdust þjónustuframboði á hverjum stað og því sem helst dró ferðamenn til svæðisins. Þegar útgjöldin reiknuðust á alla gesti svæðisins voru hæstu útgjöldin á Húsavík tengd hvalaskoðun, á Siglufirði voru þau vegna veitinga og á Höfn og í Mývatnssveit voru útgjöld vegna gistiþjónustu hæst. Þrátt fyrir að marktækur munur á niðurstöðum hafi í mörgum tilvikum mælst á milli staða þá voru yfirleitt meiri líkindi með svæðunum en þegar niðurstöður svæða voru bornar saman við kannanir á landsvísu. Má þar nefna sem dæmi að samsetning erlendra gesta með hliðsjón af búsetulandi var nokkuð svipuð á milli áfangastaða en hins vegar nokkuð frábrugðin niðurstöðum talningar á Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Sama má segja um gistimáta, ferðamáta, uppruna upplýsinga um áfangastað o.fl. |
Skráarviðhengi |
Höfundar | |
---|---|
Nafn | Lilja Berglind Rögnvaldsdóttir |
Flokkun | |
---|---|
Flokkur | Umfang og áhrif |
Útgáfuár | 2017 |
Útgefandi | Rannsóknamiðstöð ferðamála |
Leitarorð | Siglufjörður, Húsavík, Mývatnssveit, Höfn, Hornafjörður, ferðavenjur, útgjöld, ferðavenjukönnun, umfang, svæði, svæðisbundin áhrif, svæðisbundið umfang |