Fara í efni

Fémæti ferðaþjónustu. Rannsókn á efnahagslegum áhrifum ferðaþjónustu í Þingeyjarsýslu

Nánari upplýsingar
Titill Fémæti ferðaþjónustu. Rannsókn á efnahagslegum áhrifum ferðaþjónustu í Þingeyjarsýslu
Lýsing

Rannsókn á efnahagslegum áhrifum ferðaþjónustu í Þingeyjarsýslu er yfirskrift þriggja ára
samstarfsverkefnis Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Húsavík, Rannsóknamiðstöðvar ferðamála
og Þekkingarnets Þingeyinga. Verkefnið er að stærstum hluta fjármagnað með sérstakri
fjárveitingu mennta- og menningarmálaráðuneytisins sem veitt var til rannsókna í ferðaþjónustu á
árunum 2012-2014 í gegnum Rannsóknamiðstöð ferðamála og er eitt fimm verkefna sem sett voru
af stað á þeim grunni. Aðrir hlutar þessa verkefnis eru fjármagnaðir úr Vaxtarsamningi
Norðausturlands og af Þekkingarneti Þingeyinga. Í þessari skýrslu verður verkefninu og
rannsóknarumhverfinu lýst auk þess sem gerð verður grein fyrir stöðu þess og næstu skrefum.

Skráarviðhengi
Ná í viðhengi
Höfundar
Nafn Lilja Berglind Rögnvaldsdóttir
Flokkun
Flokkur Umfang og áhrif
Útgáfuár 2013
Útgefandi Rannsóknamiðstöð ferðamála
ISBN 978-9935-437-21-1
Leitarorð þingeyjarsýsla, húsavík, tekjur, afkoma, áhrif, hagræn áhrif, arður