Fara í efni

Ferðaþjónusta á Íslandi og Covid 19: Staða og greining fyrirliggjandi gangna

Nánari upplýsingar
Titill Ferðaþjónusta á Íslandi og Covid 19: Staða og greining fyrirliggjandi gangna
Lýsing

Seinni hluta árs 2020 fól Ferðamálastofa, Rannsóknamiðstöð ferðamála að gera rannsókn á áhrifum COVID-19 á ferðaþjónustuna hér á landi. Er þessi rannsókna hugsuð sem fyrsti áfangi af stærra verkefni sem hefur það að markmiði að meta aðlögunarhæfni og seiglu ferðaþjónustunnar hérlendis.

Íslenskt efnahagslíf á mikið undir því að ferðaþjónustan endurheimti sinn fyrri styrk bæði hratt og vel. Því er mikilvægt að skilja þann vanda sem við greininni blasir. Áföll eins og COVID-19 skapa tímabundna krísu (e. crisis) sem í kjölfarið getur valdið efnahagslegri kreppu til lengri tíma.

Þessu rannsóknarverkefni sem hér um ræðir er skipt í tvo verkþætti. Sá fyrri snýr að því að gefa greinargóða yfirsýn yfir þá atburðarás sem fylgt hefur COVID-19 heimsfaraldrinum allt frá lokum febrúar og út desember 2020. Sömuleiðis er lagt mat á stöðu ferðaþjónustunnar við upphaf faraldursins. Þessi verkþáttur byggir fyrst og fremst á greiningu fyrirliggjandi gagna. Í síðari áfanga rannsóknarinnar verður sjónum beint enn frekar að því hvernig fyrirtæki og aðrir hagaðilar greinarinnar hafi upplifað þá krísu sem nú stendur yfir og afleiðingum hennar. Reynt verður að fá góða innsýn í stöðu fyrirtækjanna og áskoranir, hvernig ferðaþjónustu aðilar hafi upplifað aðgerðir stjórnvalda og til hvaða aðgerða þeir hafi gripið til rekstri sínum til varnar.

Áherslan í þessari áfangaskýrslu er að draga saman fyrirliggjandi gögn af ólíkum toga sem saman gefa heildstæða mynd og draga skipulega fram staðreyndir um framvindu mála frá því að COVID-19 faraldurinn braust út í febrúar og til loka árs 2020. Meðal þess semf ram kom er að:

  • Ætla má að tapaður virðisauki í ferðaþjónustu vegna COVID-19 á árinu 2020 hafi verið um 149 milljarðar króna, m.v. að fjöldi erlendra ferðamanna á Íslandi hefði annars verið um 2 milljónir eins og spáð var.
  • Tímabilið 2010-2016 var vöxtur í virðisauka ferðaþjónustunnar en á honum hægðist eftir 2016. Virðisauki og hagnaður á hvern ferðamann hafa dregist saman á ári hverju allt frá 2010 og til 2017 og 2018.  Ljóst er því að ferðaþjónustan var rekstrarlega í erfiðri stöðu og illa í stakk búin að takast á við niðursveiflu í hagkerfinu, hvað þá þann mikla samdrátt í eftirspurn sem varð í kjölfar COVID-19.
  • Ferðaþjónustufyrirtæki fengu úthlutað 65% af þeim stuðningi sem ætlaður var rekstraraðilum (utan sjálfkrafa frestunar á skattgreiðslum) á árinu 2020. Rúm 44% af hlutabótum ársins 2020 fóru til einstaklinga í ferðaþjónustu. Hæst var hlutfallið hjá þeim sem störfuðu við veitingaþjónustu eða 14,4% og síðan til þeirra sem unnu á gististöðum eða 12,7%. Mestu fjármagni í tengslum við mótvægisaðgerðir til rekstraraðila ferðaþjónustunnar árið 2020 var úthlutað til fyrirtækja í gistirekstri eða 19,2%.
  • Samdráttur í tekjum veitingahúsa var ekki eins mikill og í öðrum greinum ferðaþjónustunnar og hluti veitingastaða á landsbyggðunum upplifði sitt besta sumar árið 2020.
Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Höfundar
Nafn Íris Hrund Halldórsdóttir
Flokkun
Flokkur Umfang og áhrif
Útgáfuár 2021
Útgefandi Ferðamálastofa
ISBN 978-9935-522-13-9
Leitarorð seigla, rannsóknamistöð ferðamála, covid, covid 19, aðlögunarhæfna, áföll, áfall, heimsfaraldur, rannsóknamiðstöð ferðamála, rmf