Gríðarleg aukning hefur verið í fjölda ferðamanna til Íslands síðustu ár og virðist lítið lát vera þar á. Byggðastofnun hefur fjármagnað fjöldamörg verkefni í ferðaþjónustu enda sú grein í hvað örustum vexti á landinu öllu.
Af því tilefni lagði stofnunin í talsverða vinnu á árinu 2016 við greiningu á ferðamannamarkaðnum. Hún skilaði sér í meðfylgjandi skýrslu sem unnin var af Hörpu Sif Jónsdóttur, meistaranema við Háskólann í Gautaborg og Elínu Gróu Karlsdóttur, fyrrverandi forstöðumanni Fyrirtækjasviðs Byggðastofnunnar. |