Að beiðni samgönguráðherra hefur Þjóðhagsstofnun tekið saman yfirlit yfir þróun og umfang ferðaþjónustu hér á landi.
Efnistök eru eftirfarandi: Fyrst er stutt yfirlit yfir atvinnugreinina frá framboðshlið, þar sem dregin er fram mynd af framlagi ferðaþjónustu til landsframleiðslu ásamt lýsingu á vinnuaflsnotkun á tímabilinu 1990-1997 og þær stærðir bornar saman við það sem gerist í öðrum atvinnugreinum. Í öðru lagi er gerður samanburður á afkomutölum fyrirtækja í ferðaþjónustu og þær bornar saman við afkomutölur fyrir atvinnureksturinn í heild. Því næst er dregin upp mynd af ferðaþjónustu frá eftirspurnarhlið, helstu markaðshópar skoðaðir og gerð grein fyrir þróun gjaldeyristekna í ferðaþjónustu ásamt samanburði við aðrar atvinnugreinar. Að lokum eru hugleiðingar um framtíðarhorfur. |