Lýsing |
Greiningardeild Arion banka stóð fyrir morgunfundi um horfur í ferðaþjónustu í september 2014. Á fundinum var farið yfir helstu niðurstöður úr skýrslu deildarinnar um ferðaþjónustugeirann undir yfirskriftinni: Flýtum okkur hægt, en gerum það í snatri. Á fundinum var fjallað um þróun ferðaþjónustugeirans á undanförnum árum og framlag hans til hagvaxtar auk þess sem kynnt var glæný spá greiningardeildar um komur ferðamanna fram til ársins 2017. Einnig var skoðuð þróun hótelgeirans í miðbæ Reykjavíkur og mat lagt á eftirspurnar- og framboðshorfur á næstu árum. |